
Aalborg Portland Íslandi ehf

Aalborg Portland Íslandi ehf (APÍ), sem er í eigu Aalborg Portland AS í Danmörku, hefur starfað samfellt hér á landi frá árinu 2000 við markaðssetningu og dreifingu á hágæða sementi. Félagið rekur tvö sex þúsund tonna síló fyrir laust sement í Helguvík og skammt þar frá er dreift pökkuðu sementi frá vöruskemmu. Flutningabílar félagsins dreifa lausu sementi um allt land, til afhendingar á sementssíló viðskiptavina. Pakkað sement frá Aalborg Portland er selt í helstu byggingavöruverslunum og múrbúðum víða um land. |
Aalborg Portland AS í Danmörku flytur út sement til um 70 landa. Félagið er meðal stærstu framleiðenda á hvítu sementi í Evrópu og rekur sementsverksmiðjur í Danmörku, Malasíu, Kína, Egyptalandi og Bandaríkjunum. Aalborg Portland AS er í eigu ítalska fyrirtækisins CEMENTIR sem starfar víða um heim.
Aðrar skráningar
Starfsmenn
Magnús Eyjólfsson
FramkvæmdastjóriAnna Sigríður Ólafsdóttir
SkrifstofustjóriIngþór Guðmundsson
VerkstjóriVörumerki og umboð
