Kríumýri ehf

Kráin er tilvalinn staður til ýmiskonar uppákoma. svo sem afmæli, óvissuferðir, vinnustaðafagnaði, og fleira. Getum tekið á móti hópum í mat, okkar vinsæla íslenska kjötsúpa er alltaf á boðstólum, svo getur fólk tekið með sér kjöt á grillið eða pantað grillmat eða annað sem því hugnast. Karókí með um 1200 lögum. Pílukastspjald og pílur er til afnota fyrir gesti staðarins. Kráin er u.þ.b. 3 km. austan við Selfoss. Stórkostlegt útsýni er til allra átta, s.s. Ingólfsfjall, Heklan, Langjökull, Eyjafjallajökull og allt til Vestmannaeyja á góðum degi.Sveitakráin Krían er ekta íslensk sveitakrá. Gott andrúmsloft og gestrisni í heimilislegu umhverfi er það sem við leggjum áherslu á.

Hér á árum áður var hið vinsæla borðspil ´´Fússball´´ spilað í öllum félagsheimilum. Nú hafa vertarnir á Kríunni sett upp mennskan Fússball í fullri stærð 10x4 metrar þar sem 5 leikmenn eru í hvoru liði.

Á meðan vertinn eldar lambið á grillinu geta hópar tekið Fússballleik þar til steikin er klá

Og eftir matinn er klárt fyrir karaoke.

Starfsmenn

Hörður Harðarson

Eigandi
8977643
hoddi55@gmail.con

María Davíðsdóttir

Framkvæmdastjóri / Eigandi
8997643
mariadav@gmail.com

Kort

c