Mynd af Sveitarfélagið Skagaströnd

Sveitarfélagið Skagaströnd



Skagaströnd er bæjarfélag við Húnaflóa. Nokkrar breytingar hafa orðið á atvinnulífi á undanförnum árum. Útgerð og fiskvinnsla hefur dregist nokkuð saman en aðrar atvinnugreinar eflst. Nefna má Vélaverkstæði Skagastrandar ehf, Rafmagnsverkstæðið Neistinn ehf, Trésmiðja Helga Gunnarssonar ehf, Gámaþjónustan V.H. Sorphreinsun ehf og Saumastofan Iris ehf. Vinnumálstofnun er með fjölmenna skrifstofu í bænum og starfandi eru nokkur mikilvæg þjónustufyrirtæki eins og matvöruverslunin SamkaupÚrval, útibú Landsbanka Íslands, Íslandspóstur, Bókhaldsstofan Elfa, hárgreiðslustofa og Söluskálinn.

Á sumrin er Café Bjarmanes starfandi en það er lítið en fallegt kaffihús.



Spákonuhof er stórmerkileg sýning um Þórdísi spákonu sem er fyrsti nafngreindi íbúi Skagastrandar en einnig geta gestir látið spá fyrir sér í lófa, bolla og með rúnum.

Listalíf stendur með blóma á Skagaströnd. Listamönnum býðist að dvelja hjá Nes listamiðstöð ehf. í mánuð eða lengri tíma. Þeir fá gistingu og góða vinnuaðstöðu. Um tíu manns dvelja þar í hverjum mánuði, flestir erlendir. Reglulega eru haldnar listsýningar, listnámskeið og listamenn bjóða áhugasömum að koma í heimsókn og skoða það sem þeir eru að vinna að.

Spákonufellshöfði er vinsælt útivistarsvæði í bænum og þar hafa verið lagðir göngustígar og sett upp fræðsluskilti um fugla og gróður.

Spákonufell fyrir ofan bæinn er einnig vinsælt meðal göngufólks og þar hafa líka verið merktar gönguleiðir. Fallegt tjaldsvæði er á Skagatrönd og skammt frá er skemmtilegur níu holu golfvöllur sem margir telja einn af þeim bestu á landinu. Veglegir bæklingar eru til um gönguleiðir á Höfðann og Spákonufell. Þeir eru fáanlegir víða á Skagaströnd.

Tjaldsvæðið á Skagaströnd er einstaklega skjólgott og nóg pláss fyrir tjöld, tjaldvagna, hjólhýsi og húsbíla.



Starfsmenn

Alexandra Jóhannesdóttir

Sveitarstjóri
sveitastjori@skagastrond.is

Jóhanna Sigurjónsdóttir

Gjaldkeri
skagastrond@skagastrond.is

Ólafur Þór Ólafsson

Launafulltrúi og bókari
fulltrui@skagastrond.is
c