Mynd af Eignarekstur ehf

Eignarekstur ehfÞjónusta

Markmiðið okkar er að veita persónulega og áreiðanlega þjónustu. Við takmörkum kostnaðinn með því að sérsníða okkar lausnir að hverju og einu húsfélagi. Eignarekstur einfaldar lífið fyrir íbúa og húsfélög!

Við höldum aðalfundi og almenna húsfundi. Útvegum fundaraðstöðu. Við útvegum ritara og gerum fundargerð eftir hvern fund. Fylgjum eftir smærri verkefnum til að tryggja skilvirka framkvæmd.

Við tökum á móti kvörtunum og hugmyndum íbúa með það að markmiði að leysa vandamál. Við sjáum um álestur og skráningu fyrir OR mæla. Skiptum um perur, aðstoðum með tiltektardaga, sjáum um smá-innkaupin, sinnum samskiptum við verktaka og fylgjum eftir verkefnum til að tryggja skilvirka framkvæmd.Bókhald

Við færum bókhald fyrir húsfélög. Greiðum reikningana og sjáum um innheimtu ferlið fyrir hússjóð. Sækjum um endurgreiðslu á VSK og hjálpum að koma á skipulagi með faglegum vinnubrögðum.

Markmið okkar er að láta íbúa húsfélagsins finna fyrir áhyggjuleysi og trausti. Þegar staðan er þekkt, skráningin skilvirk og samþykktar áætlanir til staðar, þá geta fjármál húsfélagsins áhyggjulaus mál í traustum höndum.

Við aðstoðum við greiningar, gerum rekstraráætlanir og veitum almenna ráðgjöf. Okkar verklag felur í sér reglulegar yfirferðir á úttektum, reikningum og samningum húsfélgasins. Skilum ársreikninga og milliuppgjöri á hverju ári, sjáum um tryggingamálin og yfirlýsingar vegna sölu eigna.


Ráðgjöf

Okkar þjónusta felur í sér ráðgjöf, áætlanagerð og framkvæmdir á ýmsum málum húsfélaga. Húsreglur, umgengnisreglur, sorpgeymslur, jólaljós í sameign, hjóla- og vagnageymslur o.fl. eftir þörfum.

Við hjálpum ykkur með kaup og uppsetningu á myndavélakerfi í sameign. Leitum eftir hagkvæmum tilboðum í smærri viðhalds- og framkvæmdar verkefni. Við hjálpum við áætlanir, tengjum þig við fagaðila og aðstoðum við val á framkvæmdaraðilum.

Við veitum faglega sérfræðiráðgjöf fyrir húsfélög. Innifalið í föstu mánaðargjaldi er allt að tveir tímar í lögfræðiráðgjöf og allt að tveir tímar á ári fyrir sérfræðiþjónustu og ráðgjöf fyrir stærri framkvæmdir. Húsfélagaþjónustan okkar hjálpar húsfélögum með bókhaldið, áætlanir og framkvæmdir - allt í þeim tilgangi að einfalda lífið fyrir íbúa í fjöleignum.Eignarekstur ehf

Þetta byrjaði allt með því að stofnandi félagsins, sem býr í fjölbýlishúsi, þótti sú þjónusta sem var í boði fyrir húsfélagið sitt bæði léleg og dýr - það ætti að vera einfalt mál að veita betri húsfélagaþjónustu og hagkvæmni í rekstri húsfélaga.

Það er okkar sérstaða að vera með framúrskarandi og persónulega þjónustu sem sér um allt fyrir húsfélögin. Við bjóðum uppá hagkvæm verð fyrir íbúðir í fjöleignum og skilvirk vinnubrögð. Við bjóðum fast verð á mánuði fyrir bókhald, þjónustu og ráðgjöf og engin viðbótarkostnaður leggst þar ofaná.

Eignarekstur er fjölskyldufyrirtæki sem tileinkar sér sjálfstæð og góð vinnubrögð sem skilur eftir sig betri upplifun íbúa og lægri húsgjöld. Eignarekstur hefur áunnið sér gott orðspor.
Aðrar skráningar

Opnunartími: Mán - fim: 09:00 - 16:00 Fös: 09:00 - 15:00

Starfsmenn

Ragnhildur Guðrún Pálsdóttir

Eigandi
6465005
ragnhildur@eignarekstur.is
c