
Gistihúsið Móar

Rétt fyrir utan Akranes er Gistihúsið Móar, við rætur Akrafjalls. Þar eru margar gönguleiðir og stórfenglegt útsýni t.d. af Akrafjalli frá Háahnúki yfir Faxaflóa.
Notaleg gisting eða bústaðir, í fögru umhverfi. Aðstaða fyrir allt að 18 manns í svefpokaplássi eða uppábúnum rúmum sé þess óskað.
Innifalið í gistingu er: aðgangur að netinu, tölvu, sjónvarpi, ísskáp, örbylgjuofn, kaffikannu, te-ketil, sturtu, eldunaraðstöðu, þvottavél, náttborð, skrifborð, fataskáp, sólpalli, og gasgrilli.
Áhersla er lögð á persónulega og góða þjónustu í friðsælu umhverfi.
Frá Móum er einungis 5 mínútna akstur til Akranes, þar sem hægt er að versla, fara á safn eða leika sér á Langasandi.
Í aksturs fjarlægð frá Móum er: Akranes (5 mín), þar er: Steinaríki Íslands "Stærsta safn íslenskra steintegunda", Byggðasafn, Langisandur, Kaffihús (Garðakaffi), sund, banki, kjörbúð, verslanir, veitingastaðir, pósthús, og apótek.
Leynir Golfvöllur (5 mín), Reykjavík (45 mín), Borgarnes (30 mín).
Starfsmenn
Sólveig Jóna Jóhannesdóttir
Eigandi / framkvæmdastjóriKort
