
Polynorth ehf
einangrunarplast

Polynorth framleiðir EPS einangrunarplast til byggingarframkvæmda, fyrir sökkla, plötur, veggi og þök.
EPS stendur fyrir Expandable Polystyrene og er í daglegu tali kallað frauðplast. Það inniheldur 2% af plasti og 98% af lofti og hefur þar af leiðandi mjög góða einangrunareiginleika. Það er einstaklega létt og auðvelt að vinna en hefur góðan styrk við lága eðlisþyngd. EPS er áreiðanlegt og endingargott byggingarefni og er því góður kostur við val fyrir byggingarframkvæmdir.
Plastefnið í framleiðslu Polynorth er hágæða vara, flutt inn frá Finnlandi í 1.1 tonna staukum, og lítur út eins og fínkornað salt. Með heitri gufu í svonefndum forþenjara þenst hvert smákorn út eins og poppkorn og verður að plastkúlum.
Síðan eru kúlurnar settar í kubbamót, þá er hleypt á þær 100 gráðu gufu og leitast þær við við að þenjast út og lofttæma mótið. Við kólnun festast kúlurnar saman og úr kemur plastkubbur sem er að stærð 1×0,5×3 sem er svo skorinn niður í hinar ýmsu þykktir.
Við höfum metnað í að gera vel og munum leggja okkur fram við að veita góða þjónustu með gildin okkar, fagmennska, lipurð og traust í fyrirrúmi.
Hægt er að senda fyrirspurnir, pantanir og beiðnir um verðtilboð í tölvupósti polynorth@polynorth.is eða í síma 462-7799
Starfsmenn
Dýri Bjarnar Hreiðarsson
FramkvæmdastjóriVörumerki og umboð
