Mynd af Sýningakerfi ehf

Sýningakerfi ehf
Sýningakerfi hefur frá 1985 veitt fjölbreytta þjónustu í tengslum við kynningar og vörusýningar. Má þar einkum nefna fullbúna sýningarbása ásamt merkingum, prentun og öllu öðru sem því sem tilheyrir. Fyrirtækið hefur séð um uppsetningu á sýningakerfum á flestum þeim vörusýningum, ráðstefnum og þingum sem haldin hafa verið síðustu ár.

Sýningakerfi ehf er aðili að alþjóðlegum samtökum, OSPI (Octanorm Service Partner International) en í gegnum þau er hægt að útvega sýningarbása hvar í heimi sem er.

Við leigjum húsgögn fyrir vörukynningar í stórmörkuðum og verslunum og sjáum um hvers konar prentun á efni, skiltagerð, merkingar á bílum og verslunargluggum.

Fyrirtækið hefur frá stofnun komið að öllum helstu vörusýningum landsins.

Við bjóðum úrval sýningakerfa fyrir stórar sem smáar sýningar og kynningar, einnig sérsniðnar að óskum og þörfum hvers sýnanda.

Við tölvuteiknum sýningarsvæði þitt með grafík og húsgögnum sem auðveldar alla uppsetningu og frágang á staðnum.

Hjá okkur er opið frá kl. 8:00 - 17:00 alla virka daga. Nánari upplýsingar og góð ráð eru veitt í síma 551-9977. Einnig máttu gjarnan senda fyrirspurnir í tölvupósti til okkar. Netfangið er: syning@syning.isStarfsmenn

Guðni Sigfússon

Framkvæmdastjóri
syning@syning.is

Vörumerki og umboð

Octanorm
c