Mynd af Álafoss Café

Álafoss Café

Kaffihúsið Álafossi er staðsett í einu af húsunum sem hýstu gömlu Ullarverksmiðjuna á Álafossi í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ.

Á Kaffihúsinu er lagður metnaður í að vera með heimagerðar kökur, smárétti og brauð. Boðið er upp á Celina kaffi frá Ítalíu, ljúffengt heitt súkkulaði, einnig vöfflur og smurt brauð. Á góðviðrisdögum fyrir framan Kaffihúsið er pallur með borðum og stólum , við þá eru hitalampar og ullarteppi frá Álafossi sem ylja gestum okkar.

Gallerí er inn af Kaffihúsinu, þar býðst listamönnum til boða að halda sýningar á verkum sínum og gestum að njóta góðra veitinga og lista. Galleríið er tilvalinn staður fyrir hópa að hittast á og njóta góðra veitinga eða hittast yfir kvöldverði.

Heimilismatur í hádeginu virka daga, kaffiveitingar, kökur, smurbrauð, súpur, smáréttir og kvöldverður.


Starfsmenn

Guðlaug Daðadóttir

Framkvæmdastjóri
kaffihusid@alaborg.is
c