Hótel Rauðaskriða

Hótel Rauðaskriða er fjölskyldurekið þriggja stjörnu sveitahótel, staðsett við þjóðveg 85. Hótelið hefur hlotið umhverfisvottun Norræna Svansins. Staðsetningin býður uppá hentugar dagsferðir til áhugaverðra staða á norðurlandi og má þar nefna staði eins og Akureyri, Eyjafjörð, Tjörnes, Mývatn, Dimmuborgir, Dettifoss, Ásbyrgi, Hljóðakletta og Goðafoss, ásamt hvalaskoðunarferðum frá Húsavík. Gestir okkar geta einnig farið í stuttar eða langar hjóla- og gönguferðir í nágrenni hótelsins (reiðhjól til afnota fyrir gesti á staðnum) og notið fróðleiks um náttúru og sögu. Við höfum sett upp fuglaskoðunarhús til að unnt sé að njóta hins fjölbreytta fuglalífs sem best og ennfremur getum við útvegað veiðileyfi og hestaleigu ef óskað er. Við bjóðum uppá 33 herbergi með eða án baðs auk sumarhúss fyrir 3 með eldunaraðstöðu. Á herbergjum með baði er m.a. aðstaða til að hita kaffi/te, gervihnattasjónvarp og hárþurrka. Við hótelið eru heitir pottar. Í björtum veitingasalnum er boðið uppá á la Carte kvöldmatseðil og vínveitingar auk þess sem við útbúum nestispakka sé þess óskað.

Starfsmenn

Harald Jóhannesson

Eigandi/framkvæmdastjóri
c