Halldórskaffi

Halldórskaffi er notalegur veitingastaður í Vík í Mýrdal í húsi Brydebúðar. Veitingastaðurinn er nefndur eftir Halldóri Jónssyni kaupmanni og má því segja að gamall og góður andi sé í húsinu. Í boði er fjölbreyttur matseðill við allra hæfi. Súpa dagsins með heimalöguðu brauði, smáréttir, salöt, réttir unga fólksins og fleira gómsætt með afurðum úr heimahéraði. Kaffið er ljúffengt og kökurnar okkar eru heimabakaðar og ísinn úr sveitinni. Við leggjum áherslu á gott íslenskt hráefni, notalegt umhverfi og lipra þjónustu. Gestir okkar geta bæði setið inni og úti, ef veður leyfir, og notið þess að fylgjast með mannlífi í elsta hluta þorpsins. Halldórskaffi er opið alla daga á sumrin frá kl 11:00 – 23:00. Frá höfuðborginni Reykjavík til Víkur í Mýrdal eru aðeins um 180 km. English: Halldorskaffi is a nice little restaurant/bar located in the small village Vik in Myrdal on the east cost of Iceland. The house was built in the late 1800 and is named after Mr.Halldor Jonsson who was a buissness man in Vik and a pionear in the Vik shopping industry. You will find a warm welcome at Halldorskaffi, we take pride in our personal service and friendly atmosphere. We have seats for 50 persons in our dining hall, and on a sunny day our guests are welome to dine outside. Welcome to Halldorskaffi, we look forward to meet you.

Starfsmenn

Kolbrún Ósk Guðjónsdóttir

Eigandi
c