Mynd af Fjarðabyggð

Fjarðabyggð

UM FJARÐABYGGÐ

Fjarðabyggð er rík af sögu, bæði Íslandssögu og austfirskri sögu. Sveitarfélagið geymir mikilvæga hluta af atvinnusögu landsmanna, útgerðar- og verslunarsögu og iðnaðarsögu, að hernámssögunni ógleymdri. Í Fjarðabyggð eru sex bæjar- og þéttbýliskjarnar. Bæjarkjarnar eru fimm talsins með Neskaupstað nyrst. Fyrir sunnan hann liggur Eskifjörður, þá Reyðarfjörður og Fáskrúðsfjörður og svo kemur Stöðvarfjörður syðstur. Í Mjóafirði, sem er nyrsti hluti Fjarðabyggðar, er þéttbýliskjarni. Á því svæði sem myndar Fjarðabyggð landfræðilega voru á árinu 1987 níu sveitarfélög. Fyrr á öldum voru þau aðeins fimm, en samfara þéttbýlismyndun við ströndina mynduðst kaupstaðir og kauptún og sveitarfélögunum fjölgaði smám saman. Fjarðabyggð eldri varð til við sameiningu Eskifjarðarkaupstaðar, Neskaupstaðar og Reyðarfjarðarhrepps þann 7. júní 1998.

Fjarðabyggð eldri varð til við sameiningu Eskifjarðarkaupstaðar, Neskaupstaðar og Reyðarfjarðarhrepps þann 7. júní 1998. Fjarðabyggð er stærsta sveitarfélag á Austurlandi og voru íbúar þess um 3.900 talsins, um áramótin 2005-2006. Ný Fjarðabyggð varð til við sameiningu Fjarðarbyggðar eldri, Austurbyggðar, Fáskrúðsfjarðarhrepps og Mjóafjarðarhrepps hinn 9. júní 2006. Við það varð Fjarðabyggð fjölmennasta sveitarfélag á Austurlandi. Það nær nú frá Dalatanga í norðri að Kambanesi í suðri. Landslagið er stórbrotið, ströndin vogskorin og fjallendi mikið. Allri þéttbýliskjarnarnir nema Eskifjörður eiga sér gömul nöfn sem ekki eru lengur notuð að neinu ráði og eftir síðustu sameiningu hefur það orðið að venju að nota nöfn fjarðanna um byggðarkjarnana. Kynntu þér nöfnin, staðina og söguna að baki Fjarðabyggðar.

c