Mynd af Ræstingaþjónustan ehf

Ræstingaþjónustan ehf

Lógo af Ræstingaþjónustan ehf

Sími 5101313

Smiðjuvegur 62, 200 Kópavogur

kt. 4403150110


Ræstingaþjónustan sf. var stofnuð af Þráni Sigurbjörnssyni í febrúar 1995. Þráinn hefur starfað í hreingerningageiranum mun lengur eða síðan 1987 og er mikill þekkingar- og kunnáttubrunnur á þessu sviði. Sonur hans, Karl Óskar, bættist fljótlega í hópinn í hlutastarfi og einhenti sér í starfsemina á vordögum 2002 og hefur verið í fullu starfi síðan í rekstri fyrirtækisins.

Ræstingaþjónustan ávann sér fljótt traust viðskiptavina sinna og hefur vaxið og dafnað í skjóli framúrskarandi orðspors. Fyrirtækið hefur ávallt starfað undir kjörorðunum - gæði og góð þjónusta, og það hafa viðskiptavinir svo sannarlega kunnað að meta.

Fyrirtækið hefur haslað sér völl á sviði daglegra þrifa og svarar þar hörðum kröfum viðskiptavina um góða þjónustu og sveigjanleika á sanngjörnu verði.

Ræstingaþjónustan leitar sífellt að nýjum leiðum til þess að bæta þjónustu sína við viðskiptavini sína. Þannig hóf fyrirtækið innflutning á hágæða EVANS-hreinsiefnum síðla árs 1995. Þessi hreinsiefnalína hefur svo sannarlega slegið í gegn, bæði hjá viðskiptavinum verktakasviðs fyrirtækisins og notendum efnanna.

Einnig hefur Ræstingaþjónustan kynnt á markaðnum byltingu í meðferð og endingu á bónuðum dúkum: RTH filman. Þessi sterka og endingargóða filma sparar fyrirtækjum ómældan kostnað miðað við hefðbundið viðhald á gólfdúkum auk þess að taka aðeins brotabrot af þeim tíma sem venjuleg aðgerð tekur. Þessari nýjung hefur verið tekið með opnum örmum og greinilegt að markaðurinn sækist eftir þessari lausn.



Ræstingaþjónustan rekur sérhæfða deild í hreingerningum og sérverkefnum af ýmsum toga, og þjónustar fyrirtæki og stofnanir af öllum stærðum og gerðum. Hjá Ræstingaþjónustunni starfa samheldnir og vanir hópar með margra ára reynslu í hreingerningum og ræstingum.

Við tökum að okkur:

  • Iðnaðarþrif
  • Veggja-, lofta- og gluggaþrif
  • Standsetning húsnæðis
  • Húsgagnahreinsun
  • Brunaþrif og þrif eftir vatnstjón
  • Allsherjarhreingerningar
  • Bónun og viðhald gólfefna
  • Teppahreinsun
  • Mottuhreinsun
  • Hreingerningar á gluggatjöldum
  • Gluggaþvott
  • Flísahreinsun og vörn
  • Ýmis sérverkefni

Hjá Ræstingaþjónustunni eru ávallt notuð fyrsta flokks áhöld og efni og við höfum notað EVANS hreinsiefni til fjölda ára með frábærum árangri.EVANS framleiðir breiða línu af hreinsiefnum, framleiddum samkvæmt ISO 9001 gæðastaðlinum og ISO 14001 umhverfisstaðlinum, og fullnægir kröfum viðskiptavina um gæði og lágmarksumhverfisáhrif. EVANS vörurnar hafa hlotið fjölda gæðavottana vegna framúrskarandi sóttheinsieiginleika, m.a. gegn salmonellu, saurgerlum o.fl. EVANS rekur einnig sjálfstæða rannsóknastofu í örverufræði þar sem framleiðslan er gæðaprófuð.




Kort

c