Veitingastaðurinn Strikið

Fjölbreytilegur og vandaður matseðill, góður matur og góð þjónusta. Saman gerir þetta heimsókn á veitingahúsið Strikið á Akureyri að upplifun sem þú nýtur og geymir í minningunni. Útiaðstaðan okkar gerir þessa upplifun enn eftirminnilegri á góðum sumardegi. Strikið er á fimmtu (efstu) hæð í Skipagötu 14 á Akureyri þar sem er frábært útsýni yfir Eyjafjörðinn og Akureyri. Salir Striksins eru tveir og bera nöfninn Strikið og Parken, þeir rúma 60 og 80 manns en því til viðbótar er pláss fyrir allt að 100 manns úti undir beru lofti út okkar frábæru svölum. Það er ótrúleg upplifun á góðum sumardegi eða heitu og björtu sumarkvöldi að sitja úti og njóta góðra veitinga ásamt hinu frábæra útsýni til allra átta, yfir Eyjafjörðinn og Akureyri, upp til fjalla og út til hafs. Yfirmatreiðslumaður og einn af eigendum Striksins, Róbert Hasler, hefur mótað þá matreiðslustefnu sem Strikið er frægt fyrir og hefur gert staðinn vinsælan. Létt og skemmtilegt andrúmsloft er aðalsmerki Striksins ásamt góðri þjónustu undir vandaðri stjórn eigandanna. Eigendur Striksins eru Heba Finnsdóttir framreiðslumeistari og Sigurður Jóhannsson framreiðslumaður, sem bæði lærðu fagið á Fiðlaranum forðum daga á þessum sama stað. Strikið er opið frá klukkan 11.30 alla daga.

Starfsmenn

Sigurður Karl Jóhannsson

Eigandi

Steinunn Heba Finnsdóttir

Eigandi
strikid@strikid.is

Róbert Hasler

Eigandi
c