Mynd af BM Vallá

BM Vallá



BM Vallá gegnir forystuhlutverki í framleiðslu á steypu og múrvörum fyrir íslenskan byggingariðnað. Umhverfismál og sjálfbær nýting auðlinda er rauður þráður í starfseminni og hefur BM Vallá sett sér það metnaðarfulla markmið að verða umhverfisvænsti steypuframleiðandi landsins. Markvisst er stefnt að því að starfsemi og steypuframleiðsla BM Vallár verði kolefnishlutlaus árið 2030.

Starfsemin á sér hátt í 70 ára sögu og byggir framleiðslan á þekkingu, reynslu og gæðum sem endast og standast ítrustu álagsprófanir við íslenskar aðstæður. Starfsemin er fjölbreytt en sex starfsstöðvar eru starfræktar á landinu, þ.m.t. steypustöð, múr- og helluverksmiðja, húseininga- og smáeiningaframleiðsla ásamt söluskrifstofum á fjórum stöðum. Einnig eru starfræktar tvær rannsóknarstofur þar sem fara fram prófanir, rannsóknir og þróun á þeim vörum sem eru framleiddar hjá fyrirtækinu.


Vöru- og þjónustuframboð BM Vallá er:

  • Steinsteypa fyrir allar gerðir mannvirkja, þ.m.t. umhverfisvænni steypa
  • Hellur og hleðslusteinar
  • Forsteyptar garðeiningar, t.d. sorptunnuskýli og blómaker
  • Múrblöndur, múrkerfi, múrvörur og verkfæri
  • Forsteyptar húseiningar
  • Sandur og möl

Starfsfólk BM Vallá leggur sig fram um að veita framúrskarandi ráðgjöf um rétt efnisval, hönnun og leiðbeina viðskiptavinum með notkun á vörunum. Allar múrblöndur sem BM Vallá framleiðir uppfylla skilyrði Svansins til að vera notaðar í hús eða endurbætur sem stefna að umhverfisvottun. Öll steypuframleiðsla fyrirtækisins miðar að því að nota umhverfisvænna sement í steypuuppskriftir og draga þannig úr kolefnisspori steypunnar.

Stjórnkerfi BM Vallá er gæðavottað skv. ISO 9001 og er fyrirtækið eini steypuframleiðandinn með þá vottun. BM Vallá er í eigu Eignarhaldsfélagsins Hornsteins ehf.



Aðrar skráningar

Múr- og fagverslun
Sjafnargata 3, 603 Akureyri
Húseiningaframleiðsla
Höfðasel 4, 300 Akranes
Söluskrifstofa Breiðhöfða 3
Breiðhöfði 3, 110 Reykjavík
Múr- og fagverslun
Breiðhöfði 3, 110 Reykjavík

Starfsmenn

Gunnar Þór Ólafsson

Framkvæmdastjóri sölusviðs
gunnar@bmvalla.is

Pétur Hans Pétursson

Framkvæmdastjóri húseininga
petur.hans@bmvalla.is

Björn Davíð Þorsteinsson

Framkvæmdastjóri framleiðslusviðs
bjornd@bmvalla.is

Benedikt Örn Bjarnason

Framkvæmdastjóri flutningasviðs
benedikt@bmvalla.is

Sigríður Ósk Bjarnadóttir

Framkvæmdastjóri umhverfis- og gæðamála
sirry@hornsteinn.is
c