Köfunarþjónusta Sigurðar hefur undanfarin ár bætt búnaðarkost sinn gífurlega. Þar má helst nefna allann búnað til hjálmköfunar, þar með talinn heitavatnsbúnað sem gefur kost á mun lengri botntíma í grunnu vatni.
Þá á fyrirtækið nánast allan búnað til fjarskipta neðansjávar. Til eru lyftipokar með samtals 40 tonn lyftigetu og með stuttum fyrirvara hægt að fá það sem þarf til viðbótar ef þörf er á.
Einnig á fyrirtækið 20" vinnuskúr á gámaheysi sem sérstaklega er innréttaður til köfunar og stóra lokaða kerru sem tekur aðeins örskamma stund að breyta í köfunarmiðstöð eða kaffiskúr.
Tankahreinsun er stór hluti af starfi okkar. Til þess að geta stundað þessa erfiðu og ógeðfelldu vinnu, höfum við tækjað okkur upp með mjög góðum og sterkbyggðum búnaði til að tryggja öryggi starfsmanna okkar og fagleg vinnubrögð. Gott samstarf er við vinnueftirlitið sem gasmælir tanka sé þess óskað.
Við tökum að okkur alla tankahreinsun t.d. þrif á vatnstönkum, olíutönkum og slammtönkum með allt að 80° heitu vatni (gufu) sem og skólptönkum. Tökum einnig að okkur kjölþrif í vélarúmi skipa og þrif á öðrum tönkum hvort sem er um borð í skipum eða í landi.
Þar sem aðgengi er óþrifalegt og slæmt erum við til þjónustu reiðubúnir.