Lundur ferðaþjónusta

Lundur er kjörinn staður fyrir ættarmót og aðrar samkomur stærri hópa. Þar er salur fyrir allt að 150 manns til afnota fyrir hópa og annast rekstraraðilar allar veitingar sé þess óskað. Boðið er uppá gistingu í uppbúnum rúmum í 8 herbergjum með handlaug. Einnig er svefnpokapláss í nokkrum herbergjum og aðgangur að eldunaraðstöðu fyrir hópa. Við Lund er stórt fjölskylduvænt tjaldsvæði með snyrtiaðstöðu og auk þess sundlaug og heitur pottur. Við tjaldsvæðið er leiksvæði fyrir börn. Gisting í Lundi er opin frá 1. júní til 30. ágúst en aðstaða fyrir stærri hópa og ættarmót er í boði frá 10. júní til 15. ágúst. Lundur er í Birkiskógi við þjóðbraut. Í næsta nágrenni eru merkir áningastaðir, svo sem Vatnajökulsþjóðgarður Jökulsárgljúfrum, Hljóðaklettar, Dettifoss, Rauðinúpur og Hraunhafnartangi. Allt sannkallaðar náttúruperlur. Ásbyrgi í 5 mínútna fjarlægð. Frábærar vel merktar gönguleiðir í nágrenninu. Ókeypis veiði í fallegum vötnum á sléttunni sem geymir líka stórbrotið fuglalíf. Falleg strandlengjan með rekaviði er einnig ómissandi. Stutt í hvalaskoðun og ferðir yfir heimskautsbaug.

Starfsmenn

Axel Ingvason

Eigandi
c