Mynd af THS Ráðgjöf

THS Ráðgjöf


Sérhæfing í markaðsráðgjöf, alþjóðaviðskiptum og stefnumótun. THS ráðgjafar starfa af heiðarleika, fagmennsku og nákvæmni.



Hjá THS Ráðgjöf getur þú fengið aðstoð við að gera markaðsáætlun, markaðsplan, aðgerðaráætlun, starfsmannaáætlun, tímaáætlun ásamt launa og kostnaðaráætlun. Við aðstoðum þig við að greina markhópinn, þarfir hans og væntingar.

Stefnumótun er langtíma áætlun um hvernig fyrirtækið hyggst stefna inn í framtíðina, hvernig bregðast megi við samkeppni og hver staðfærsla fyrirtækisins sé. Stefna er ákveðið ferli þar sem hún er mótuð, innleidd og endurmetin, hún hefur áhrif á þá sem starfa innan fyrirtækisins og hvernig stafsfólk framfylgja henni.

Leigðu markaðsstjóra. Það getur verið góð lausn fyrir stjórnendur fyrirtækja að leigja markaðsfræðing í ákveðin tíma. Markaðsfræðingurinn bíður sérfræðiþekkingu og reynslu sem eykur líkur á að markaðsstarf fyrirtækisins skili árangri.

Þekking okkar takmarkast ekki eingöngu við innanlandsmarkað og leitumst við að aðstoða þig ef þig langar að fara út fyrir heimamarkaðinn.

Starfsmenn

Þórey S Þórisdóttir

Alþjóðaviðskipta- og markaðsfræðingur
7779965
thorey@thsradgjof.is
c