Stífluþjónustan ehf Kópavogi

Stíflulosun |
Nýjasta tækni við stíflulosun og ástandsskoðun lagna hefur sparað húseigendum stórfé því fyrstu viðbrögð við stíflum eða skemmdum í lögnum eru ekki lengur að brjóta upp gólf eða grafa upp garða. Hægt er að losa stíflur tugi metra inn í lögnum þótt vinkilbeygjur séu á leiðinni auk þess sem röramyndun sýnir ástand lagna og getur staðsett skemmd með svo mikilli nákvæmni að lágmarks rask þarf til að komast að henni. Fasteignakaupendur geta líka fengið ástandsskoðun á einum mikilvægasta og hingað til óaðgengilegasta hluta væntanlegrar fasteignar. |
