Miðhús ehf Rammagerð Ísafjarðar

Rammagerð Ísafjarðar hefur starfað í aldarfjórðung. Dagný Þrastardóttir húsgangasmiður keypti fyrirtækið árið 1989 og hefur rekið það síðan - á ýmsum stöðum í bænum til 1997, þegar hún fluttist í gamla verslunarhúsið við Aðalstræti 16. Upphaflega var Rammagerðin aðeins rammagerð en í árslok 1995 var opnað Gallerí (þá í Mánagötu 6) og árið eftir bættust við glerslípun og speglagerð, sandblástur og glerbrennsla.

Starfsmenn

Dagný Þrastardóttir

Framkvæmdastjóri

Halldór Antonsson

Húsasmíðameistari

Þórunn Jónsdóttir

c