Mynd af Kaffi krús ehf

Kaffi krús ehf



Kaffi krús er í senn heimilislegt kaffihús og notalegur veitingastaður með persónulega þjónustu. Starfsfólk Kaffi krúsar leggur metnað sinn í að hafa ferskleikann í 1. sæti. Kaffi krús er staðsett í hjarta Selfossbæjar og er veitingarstaðurinn á tveimur hæðum og tekur samtals 72 í sæti. Á góðviðrisdögum er sólpallurinn í garðinum sennilega vinsælasti staðurinn á Selfossi.

Á hverjum degi bjóðum við upp á 10 tegundir af heimabökuðum kökum. Þar má m.a finna uppskriftir af kökum sem elt hafa kynslóðir. Uppskrift af köku sem var vinsæl undir eyjafjöllum um miðja síðustu öld. Ostakökur sem unnið hafa hina árlegu ostakökusamkeppni Kaffi krúsar og kökuuppskriftir sem fylgt hafa húsinu í 20 ár. Auk þess eru kökur og tertur með framsæknum uppskriftum sem kitla bragðlaukana.



Kaffi krús er með 30 rétta fjölbreyttan matseðil. Þar eru ferskir pasta- og salatréttir, alvöru hamborgara og samlokur, eldbakaðar pizzur (þær einu á suðurlandi) frumlegir fisk- og kjúklingaréttir, auk léttari rétta. Einnig er skemmtilegur barnamatseðill með myndum og þrautum sem börnin geta tekið með heim.



Kaffi krús rekur samhliða kaffihúsinu veisluþjónustu. Þar bjóðum við upp á heildarlausnir fyrir þá sem eru að fara halda veislu.

Á Kaffi krús starfa um 30 manns og er óhætt að segja að það sé stærsti auður fyrirtækisins.



Aðrar skráningar

Tryggvaskáli
Austurvegur 1, 800 Selfoss

Kort

c