Víkingaslóðir ehf

Ferðaskrifstofan Víkingaslóðir ehf. var stofnuð 1994. Stofnendur voru Guðmundur Finnbogason og Roswitha Kreye, konan hans. Þau eiga bæði áratuga langan og farsælan feril í ferðaþjónustu að baki. Einkum hafa þau lagt áherzlu á móttöku erlendra ferðamanna og hafa skilað þúsundum ánægðra farþega eftir velheppnaðar ferðir um Ísland.
Útrás Víkingaslóða hófst ekki fyrr en árið 2008 með Rínarsiglingu frá Amsterdam til Basel í Sviss og þaðan í tveggja daga rútuferð til Frankfurt am Main. Undirtektir voru og eru enn þá frábærar. Tvær slíkar ferðir voru farnar á fyrsta ári. Aðrar tvær Rínarsiglingar og sigling um Dóná voru undirbúinar og auglýstar fyrir árið 2010 (sjá heimasíðu).
Starfsmenn
Roswitha Kreye
EigandiGuðmundur Finnbogason
EigandiSigrún L Guðmundsdóttir
SkrifstofustjóriÁ Guðmundssdóttir Bryndis
Víkingaslóðir NoregurMaría E Guðmundsdóttir
Leiðsögn og bifreiðastjóri