Brekkmann ehf

Fyrirtækið á jörðina Brekku í Hvalfirði og selur eignarlóðir í hlíðum Brekkukambs, innarlega í Hvalfirði. Útsýni er mjög mikið og fagurt bæði inn Hvalfjörðinn, þar sem Þyrillinn, Botnssúlur og Geirshólmi blasa við og einnig út fjörðinn, út á Faxaflóann. Frábærar gönguleiðir og örstutt upp í óbyggðir, einnig aðgangur að fjöru og leyfi til að hafa smábáta, t.d. kajaka, góð aðstaða til að geyma báta og búnað. Lóðirnar eru frá 3.274 fm. til 6.259 fm. Stærð húsa takmarkast við nýtingahlutfall lóðarinnar, sem gerir mögulegt að byggja stór hús. Hitaveita er á svæðinu. Jörðin er öll í aðlögun að lífrænni vottun og hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar. Sjálfbær þróun er þróun sem gerir okkur kleift að mæta þörfum okkar, án þess að stefna í voða möguleikum komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum. Eingöngu er heimilt að gróðursetja íslenskar trjátegundir. Verð lóðanna er mismunandi eftir stærð og staðsetningu og er frá 3,5 miljónum. Í nágrenninu er ýmis konar þjónusta. Hótel Glymur og Ferstikluskáli eru í 5 km fjarlægð. Golfvöllurinn á Þórisstöðum og veiðivötnin í Svínadal eru einnig í nokkura km fjarlægð. Til Akraness eru aðeins 30 km. Þar sem hægt komast í margvíslega afþreyingu og þjónustu. Fjarlægð frá Reykjavík er aðeins um 60 km og umferðatafir engar á leiðinni um Hvalfjörð. Allar upplýsingar veitir Ursula í síma 869-1011 og Soffía á Fasteignamiðlun Vesturlands síma 431-4144. Sjá einnig upplýsingar á www.brekka.is

Starfsmenn

Úrsúla Arnardóttir

c