Farfuglaheimilið Stórholti

Gistiheimilið á Akureyri er við Hörgárbraut rétt utan við miðbæinn. Á gistiheimilinu er mjög vel útbúið gestaeldhús og setustofa. Góð aðstaða er fyrir hreyfihamlaða. Móttakan er opin frá 8.00 til 22.00. Gistiheimilið hefur 2 góð og vel búin eldhús ásamt borðsal við hvert þeirra. Hægt er að fá herbergi með sturtu og salerni. Einnig eru til leigu 2 glæsileg sumarhús sem eru leigð út til lengri eða skemmri tíma. Hvort um sig rúmar allt að 8 manns. Einnig er hægt að leigja 4ra manna smáhýsi með salerni og vaski.

Starfsmenn

Friðrik Karlsson

Framkvæmdastjóri
c