Mynd af Ísmar

Ísmar

Ísmar var stofnað árið 1982. Fyrirtækið sérhæfir sig í tækjabúnaði og hugbúnaði til hvers konar landmælinga og annarra mælinga frá þekktustu framleiðendum á því sviði. Hluti af því eru vélstýringar og lasertækni hvort heldur er fyrir verkfræðistofur, verktaka eða ríkisfyrirtæki sem þurfa á þessari þjónustu að halda. Ýmiss konar annar búnaður fyrir framkvæmdageirann er snar þáttur í starfsemi Ísmar og má þar nefna fjarskiptabúnað s.s. Tetra talstöðvar auk VHF og UHF stöðva fyrir almennan markað. Þá hefur Ísmar sérhæft sig í notkun á hitamyndavélatækninni til ýmissa rannsókna, öryggisvörslu eða annarra nota og býður lausnir á því sviði frá frumkvöðli þeirrar tækni.

Tæki og búnaður fyrir sjávarútveginn hefur alla tíð verið mikilvægur þáttur í starfsemi Ísmar og býður fyrirtækið ýmiss konar búnað inn á þann markað. Nýstárlegastar eru hitamyndavélar sem sjá jafn vel í birtu og myrkri, og nýtast hvort heldur er sem öryggis og siglingatæki sem og til notkunar við fyrirbyggjandi viðhald t.d. í vélarrúmi skipa og víðar.

Ísmar hefur einnig haslað sér völl á sviði búnaðar til umferðaröryggis og löggæslu og býður lausnir á því sviði frá þekktum framleiðendum.

Þá býður Ísmar heildarlausnir á sviði hita og loftræstikerfa frá viðurkenndum framleiðendum. Fullkomin hússtjórnarkerfi eru hluti af því sem Hústæknisvið fyrirtækisins býður.

Starfsmenn

Jón Tryggvi Helgason

Framkvæmdastjóri
jon@ismar.is

Sigurjón Hrafnkelsson

Tæknistjóri
sigurjon@ismar.is

Gísli Svanur Gíslason

Sölustjóri
gisli@ismar.is
c