Íþróttamiðstöðin Þorlákshöfn
Íþróttamiðstöð Þorlákshafnar
Hafnarbergi 41
815 Þorlákshöfn
sími 480-3890
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi er Ragnar Matthías Sigurðsson
Sími 480-3890 Netfang: ragnar@olfus.is
Sundlaug
Í Íþróttamiðstöðinni er 25 metra útisundlaug og innisundlaug, tveir heitir pottar, vaðlaug og vatnsrennibraut. Sundlaugin er notuð undir kennslu fyrir Grunnskólann í Þorlákshöfn, einnig er kennd sundleikfimi og sundnámskeið haldin. Sundnámskeið eru í maí og júní.
Sundlaugin er opin sem hér segir:
Virka daga frá kl.07:00 - 21:00
Helgar (sumaropnun) kl. 10:00 - 18:00
Helgar (vetraropnun) kl. 10:00 - 17:00
Íþróttahús
Í Íþróttamiðstöðinni er íþróttasalur, þolfimisalur og heilsurækt. Íþróttasalurinn er notaður undir kennslu fyrir Grunnskólann í Þorlákshöfn auk þess er hann aðal æfingasalur fyrir Ungmennafélagið Þór og Knattspyrnufélagið Ægi. Í Íþróttasalnum er stundað m.a. körfuknattleikur, fimleikar, badminton, frjálsar íþróttir og knattspyrna.
Heilsurækt
Í íþróttamiðstöðinni er fullkomin heilsuræktaraðstaða með gufubaði, heitum pottum og aðstöðu fyrir sjúkranuddara. Þar eru í boði ýmis námskeið s.s. jóga, arobik o.fl.
Útisvæði
Löglegur frjálsíþróttavöllur og knattspyrnuvölllur.
Tjaldsvæði
Nýtt tjaldsvæði er staðsett við íþróttamiðstöðina.
Starfsmenn
Ragnar Sigurðsson
Forstöðumaður