Gistihúsið Fosshóll v/Goðafoss

Fosshóll stendur á gilbarmi Skjálfandafljóts á krossgötum þjóðvegar 1 og Sprengisandsvegar, um 500 m frá Goðafossi.
- Staðurinn er miðsvæðis og jafn langt til Akureyrar, Mývatns og Húsavíkur þ.e. 50km.
- Alls býður gistihúsið upp á 26 herbergi. (uppbúin rúm eingöngu) Flest eru þau í sérhúsi en nokkur eru samt í gamla gula húsinu.
- Opið er allt árið en hafðu í huga að mikil eftirspurn er eftir gistingu hér á sumrin og því nauðsynlegt að panta með löngum fyrirvara.
- Hér er einnig tjaldstæði, verslun, banki og bensínsala auk handverksmarkaðar.
Veitingasalurinn rúmar 50 manns í sæti og er opinn á sumrin frá því snemma á morgnana þar til seint á kvöldin.
- Hann snýr gluggahlið að Goðafossi og því er útsýnið harla fallegt.
- Staðurinn hefur fullt vínveitingaleyfi og er barinn opinn á sumrin alla daga vikunnar til kl. 23:30, en utan ferðamannatíma eftir samkomulagi.
Starfsmenn
Verslun sími: 4643261
Gestur Helgason
Framkvæmdastjóri