Mynd af Plastiðjan Bjarg / Iðjulundur

Plastiðjan Bjarg / Iðjulundur

Hlutverk Félagasamtök



Plastiðjan Bjarg Iðjulundur er rekin af Akureyrarbæ og tilheyrir fjölskyldudeild.

Markmið í starfsþjálfun og starfsendurhæfingu er þjálfa fólk til starfa og meta möguleika þeirra til vinnu á almennum vinnumarkaði.

Lögð er áhersla á réttu vinnubrögð, góðar starfsvenjur, mætingar, aukið starfsþrek og félagsleg samskipti.

Starfsþjálfun er fyrir fatlaða sem hafa litla sem enga reynslu af vinnumarkaði. Þetta getur t.d. átt við þá sem hafa verið í þjálfun á Hæfingarstöð eða eru í starfsdeild Verkmenntaskólans. Starfsendurhæfing eða atvinnuleg endurhæfing er fyrir þá sem þurfa að endurhæfa sig til starfa að nýju. Ástæður þess geta verið af ýmsum toga s.s. sjúkdómar, slys eða langtíma atvinnuleysi. Algengt er að starfsendurhæfing sé jafnhliða eða taki við af læknisfræðilegri endurhæfingu eða meðferð á sjúkrastofnun. Stafsmenn fá þjálfun við ýmis verk í léttum iðnaðarstörfum. Einnig geta þeir fengið þjálfun við skrifstofustörf, í verslun, eldhúsi og við ræstingar á vinnustaðnum.



Alls eru 12 stöðugildi í starfsþjálfun/starfsendurhæfingu, hámarksvinnutími er 4 stundir á dag.

Ótímabundnar ráðningar (var áður kölluð vernduð vinna) er fyrir þá einstaklinga sem ekki geta eða vilja fara á almennan vinnumarkað að lokinni starfsþjálfun eða starfsendurhæfingu en vilja halda áfram í starfi á vinnustaðnum.

Alls eru 13 stöðugildi í ótímabundnum ráðningum, vinnutími er að hámarki 4 tímar á dag.

Fatlanir starfsmanna eru af ýmsum toga t.d geðraskanir, þroskahömlun, stoðkerfisvandamál og taugasjúkdómar. einnig langtíma atvinnuleysi.

Helstu samstarfsaðilar eru ýmsar stofnarir Akureyrarbæjar s.s Atvinna með stuðningi, fjölskyldudeild og búsetudeild. Einnig sjúkrahúsið á Akureyri, Lautin, Starfsendurhæfing Norðurlands, Fjölmennt, Vinnumálastofnun og VIRK.

Plastiðan Bjarg - Iðjulundur skiptist í fimm framleiðsludeildir:

•Plastdeild - sem er að stærstum hluta byggð á framleiðslu á raflagnaefni.

•Saumadeild - þar sem eru saumaðar mjólkursíur, sigtisbotnar, vettlingar og rúmföt.

•Kertadeild - framleiðsla útikerta og handdýfðra gæðakerta.

•Skiltadeild - gerð hurðamerkinga og leiðaskilta.

•Fjármerkjadeild - framleiðsla og dreifing fjármerkja

Saumastofa, kertagerð, pökkun, prjónastofa, skiltagerð, plastframleiðsla og fjármerki, raflagnaefni, endurvinnsla, starfsþjálfun.



Starfsmenn

Svanborg B. Guðgeirsdóttir

Forstöðumaður
svanborg@akureyri.is

Valdemar Pálsson

Rekstrarstjóri
valdemar@akureyri.is
c