Mynd af Baldur Halldórsson ehf

Baldur Halldórsson ehf



Baldur Halldórsson hóf smíði trillubáta á Hlíðarenda við Akureyri um 1953 eftir að hafa lokið meistaraprófi í skipasmíðum.

Nokkru síðar fór hann að flytja inn ýmsar vörur til skipasmíða og árið 1977 gerðist hann umboðsmaður á Íslandi fyrir hollenska fyrirtækið Vetus den Ouden N.V., eitt stærsta fyrirtæki í Evrópu sem framleiðir og selur vörur og vélbúnað fyrir minni fiskiskip. Auk þess er um að ræða innflutning frá fleiri aðilum, s.s. skipalakk og botnmálningu frá ítalska fyrirtækinu Veneziani og handdælur frá Patey Pump og m.fl.



Alls hafa verið framleiddir á Hlíðarenda rúmlega 100 fiskibátar, auk endurbyggðra báta og hverskonar breytinga. Þá hafa verið fluttar inn og seldar um 175 díselvélar.

1 janúar 2012 seldi Baldur tveimur barna sinna fyrirtækið, Sigurði Hólmgeiri Baldurssyni sem starfað hefur hjá fyrirtækinu í 26 ár og hefur full réttindi, og Ingunni Kristínu Baldursdóttur.



Starfsmenn

Sigurður Baldursson

Framkvæmdastjóri
b.h@mi.is

Vörumerki og umboð

Vetus
Vörur til bátasmíða
c