Mynd af Ísold ehf

Ísold ehf

HillukerfiÍsold ehf. hefur ávallt lagt aðaláherslu á að bjóða fjölbreytt úrval hillukerfa frá Metalsistem á Ítalíu auk annarra birgja frá hinum ýmsu löndum eins og Ítalíu, Danmörku, Noregi, Svíðþjóð, Finnlandi, Bretlandi, Hollandi, Þýskalandi og Kína.

Við bjóðum upp á hillukerfi bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki.Fyrir einstaklinga bjóðum við upp á hillukerfi bæði í geymsluna og bílskúrinn með ýmis konar fylgihlutum eins og t.d. útdraganlegum skúffum, skilrúmum, fataslám, skóhillum, vinnuborðum, upphengjum, plastkössum.

Fyrir fyrirtækin bjóðum við upp á hillukerfi fyrir lagera af öllum stærðum og gerðum og einnig fyrir verslanir. Við bjóðum einnig upp á sérsmíðaðar lausnir úr efni frá Metalsistem, eins og t.d. afgreiðslu og vinnuborð, hjólaborð, verkfæraskápa, hillukerfi í verslanir, bílainnréttingar og svo framvegis.

Auk okkar aðalbirgja Metalsistem bjóðum við m.a. upp á starfsmanna, skjala og vinnuskápa fra Blika í Danmörku, skjalaskápa á hjólum frá Sarpsborg í Noregi, verslunarinnréttingar og hjólavagna frá Ricana í Svíðþjóð, lyftara, lyftuborð og sekkjatrillur frá Silverstone í Svíðþjóð, lyftara frá Logitrans í Danmörku, milligólf frá Spacesolution BV í Hollandi, vinnuborð og plastkassa frá Treston í Svíðþjóð, raufarpanel með fylgihlutum frá Jazolo í Bretlandi auk annarra birgja.


Við tökum vel á móti viðskiptavinum okkar og finnum handa þeim lausnir sem henta þeirra þörfum. Oft getur verið gott að vinna saman að lausn verkefna og nýta þannig þekkingu og reynslu sem safnast saman með tíð og tíma.

Við heimsækjum einnig viðskiptavini okkar og veitum þeim ráðgjöf um það hvernig vörur okkar geta komið þeim að sem bestum notum. Með því markmiði að nýta rýmið sem allra best.

Við tökum einnig að okkur að hanna og teikna ýmsar lausnir í sérstökum teikniforritum til þess að viðskiptavinir okkar geti séð fyrir sér hvernig að hillukerfin, afgreiðsluborðin og aðrar lausnir komi til með að líta út.Starfsmenn

Vörumerki og umboð

Metalsistem
Hillukerfi
Sarpsborg
Hjólaskápar
Jazolo
Panelplötur
Modul-system
Bílainnréttingar
Logitrans
Lyftarar
Treston
Iðnaðarhúsgögn, Plastkassar
Blika
Vinnustaðaskápar
Scherer
Plastkassar
Suveren
Stillanleg vinnuborð
Kredit
Færanlegir hillurekkar
Ricana
Verslanainnréttingar
Fidia
Verslanainnréttingar
Silverstone
Lyftarar, Vagnar
Kardex
Lagerskápar tölvustýrðir
Swede-Wheel
Vagnhjól, Hilluhjól
Space Solution
Milligólf
Lagertrans/SSG
Expetit
Lagervagnar
New Topology International
Plastkassar
World Square Ltd
Krómhillur
Arthema Group
Verslunarinnréttingar

Kort

c