Iljaskinn ehf

Iljaskinn var stofnað árið 2000 með það fyrir augum að bjóða uppá úrval af skóm og fótabúnaði sem fer vel með fæturna og lætur okkur líða vel. Ástæðan var meðal annars sú að til Helgu Stefánsdóttir fótaðgerðarfræðings hafði leitað fjöldi skjólstæðinga sem voru með illa farna fætur sem mátti rekja til þess að þeir voru í skófatnaði sem fór illa með fæturna. Við gerðum okkur grein fyrir að tískan væri harður húsbóndi, jafnvel svo harður að sumir höfðu keypt skó sem voru allt of litlir, eða svo þröngir í tánna að fæturnir komust vart fyrir í þeim. Enn fremur voru margir skórnir harðir og óþægilegir of margir átta sig ekki á að skór eiga sér ákveðin líftíma.. Við vildum bæta um betur. Okkur hefur tekist að finna marga af virtustu framleiðendum að skóm sem fara vel með fæturna og bæta heilsuna. Ef skórnir henta ekki við öll skilyrði, ættir þú kannski að nota ´tískuskóna´ einungis við þau tækifæri þar sem þeirra er nauðsyn, en hafa aðra skó til skiptanna sem auka vellíðan. Þar að auki bjóðum við uppá úrval af öðrum fótabúnaði, stuðningssokkum, innleggjum, fótakremi og öðru sem þarf til. Ef okkur líður vel, þá göngum við létt í lund og allir verða ánægðir. Við leggjum ríka áherslu á ráðgjöf við val á skóm sem henta og passa á þig. Farðu vel með fæturna og líttu við hjá okkur til að fá faglega ráðgjöf.

Starfsmenn

Helga Stefánsdótttir

Framkvæmdastjóri
iljaskinn@iljaskinn.is

Júlíus Roy Arinbjarnarson

Verslunarstjóri
iljaskinn@iljaskinn.is

Vörumerki og umboð

Waldläufer
Skór í breiddum, k og m breidd
Jaco
Fótlagaskór
Green comfort
Sandalar
c