Hótel Borg

Hotel Borg – Fágun og glæsileiki Hótel Borg er eitt af kennileitum Reykjavíkur og stendur tignarlegt við Austurvöll í göngufjarlægð við fjölbreytt mannlíf, veitingahús og verslanir. Þetta sögufræga hótel var byggt árið 1930 og var endurgert með miklum myndugleik á árunum 2006 til 2008. Fágun og glæsileiki einkenna Borgina sem hefur endurheimt sess sinn sem ein af gersemum höfuðborgarinnar. Herbergin eru afar vel búin með glæsilegum parket gólfum og marmara lögðum baðherbergjum. Baðkör og sturtur eru á öllum herbergjum auk alls þess búnaðar sem tilheyra fyrsta flokks hóteli. Guðjón Samúelsson, byggingameistari ríkisins, hafði Art Deco byggingarstílinn að leiðarljósi við hönnun hótelsins á sínum tíma. Á hótelinu eru sérsmíðuð húsgögn í þeim stíl en Art Deco er sem þráður í gegnum hótelið og kemur fram jafnvel í minnstu smáatriðum. Með því að blanda saman húsgögnum, litum og efnum fær hvert herbergi sinn eigin stíl og sjarma. Svíturnar á Hótel Borg eru afar glæsilegar. Bang & Olufsen flatskjáir, hljómflutningstæki og Hästens hágæðarúm eru meðal þess viðbótar búnaðar sem gestir þeirra njóta. Tveggja hæða turnsvítan er sem toppurinn á tilverunni með frábæru útsýni í allar áttir yfir miðborgina. Borgin er svo miklu meira en hótel. Hún er upplifun út af fyrir sig með sál og stíl og þessa spennandi blöndu arfleiðar og nútíma. Verið velkomin á Hótel Borg

Starfsmenn

Ólafur Þorgeirsson

Hótelstjóri
manager@hotelborg.is
c