Björgunarsveitin Ársæll

Björgunarsveitin Ársæll hefur það að markmiði að innan sveitarinnar séu vel þjálfaðir björgunarsveitarmenn til taks. Til þess að tryggja það stendur sveitin fyrir öflugu fræðslustarfi. Allir félagar sveitarinnar verða að starfa sem nýliðar um 18 mánaða skeið áður en þeir eru teknir inn sem fullgildir félagar. Auk þess er reynt að tryggja að félagarnir séu sem best þjálfaðir til að sinna sínum störfum. Þessi mikla áhersla á þjálfun hefur gert það að verkum að sérþjálfaðir félagar sveitarinnar hafa verið sendir til bjargar jafnt hér innanlands sem erlendis. Félagar úr hópum sveitarinnar hafa verið sendir víða um land til starfa. Einnig má geta þess að félagar í sveitinni eru einnig í Alþjóðabjörgunarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar og eru sendir á vettvang mikilla náttúruhamfara erlendis.

Starfsmenn

Borgþór Hjörvarsson

Formaður
formadur@bjorgunarsveit.is

Theódór Bjarnason

Gjaldkeri

Þorvaldur Friðrik Hallsson

Varaformaður
c